Hafa samband

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband eins fljótt og við getum

Kontakta Oss!

Algengar spurningar

Hvað eru "sjálfvirk viðskipti"?

Sjálfvirk viðskipti fela í sér að nota forrit (kallað "robot" eða vélmenni) til að gera kaup- og sölupantanir á fjármálamarkaði, út frá fyrirfram ákveðnum reglum og forsendum.

Þessi forrit geta greint markaðinn og framkvæmt viðskipti mun hraðar en einstaklingurinn getur sjálfur.

Eru "sjálfvirk viðskipti" örugg?

Sjálfvirk viðskipti geta dregið úr villum af völdum mannlegra tilfinninga og þreytu, en það er ekki áhættulaust, og það er aldrei hægt að tryggja að eitthvað sé 100% öruggt, þannig er það bara! Markaðsaðstæður geta breyst hratt á þann hátt sem ekki er alltaf hægt að spá fyrir um, þó svo flóknir algorithmar séu notaðir. Mikilvægt er að fylgjast stöðugt með og aðlaga stillingarnar á bottanum.

Hvernig vel ég áreiðanlegan "source" fyrir trading signal?

Þegar við veljum hvaðan við tökum trading signals, þá leitum við eftir trúverðugleika, gagnsæi og umsögnum frá öðrum notendum.

Það er líka mikilvægt að tryggja að áhættustig þeirra passi við þín eigin markmið og áhættuþol.

Hver er munurinn á trading signals á sjálfvirkum viðskiptum?

Trading signals eru sérstakar tillögur/ráðleggingar/ábendingar um kaup- eða sölupantanir byggðar á ákveðinni markaðsgreiningu. Þessi merki eru ábendingar um hugsanleg viðskipti, sem þú getur tekið sjálfur handvirkt á þínum eigin viðskiptareikningi. Þeir geta komið frá faglegum kaupmönnum eða sjálfvirkum kerfum. Aftur á móti fela sjálfvirk viðskipti í sér forrit sem framkvæmir sjálfstætt viðskipti byggt á forritaðri stefnu sinni án mannlegrar íhlutunar.

Get ég mögulega bætt trading færni mína með því að taka þátt í "live trading sessions" með atvinnumönnum í faginu?

Já, að mæta á "live" fundi með atvinnumanni getur verið mjög gagnlegt til að þróa sína trading hæfni.

Á þessum fundum geturðu fylgst með því hvernig reyndur aðili greinir markaðinn, tekur ákvarðanir og stjórnar áhættu í rauntíma. Það veitir einstaka innsýn í hagnýtar viðskiptaaðferðir og ákvarðanatöku.

Að auki geturðu oft spurt spurninga og fengið strax feedback, sem getur stuðlað að dýpri skilningi og hraðari lærdómi.

Hvar er höfuðstóllinn minn þegar ég nota sjálfvirka botta eða trading signals?

Þegar þú notar sjálfvirka botta, eða trade-ar sjálf(ur) með aðstoð trading signals, er höfuðstóllinn þinn ávallt hjá þeim miðlara/broker sem þú valdir að nota.

Það er mikilvægt að velja áreiðanlegan og óháðan miðlara sem uppfyllir allar kröfur og reglur, og býður upp á örugga geymslu á þínu fjármagni. Val þitt á miðlara ætti að byggjast á þáttum eins og orðspori hans, uppbyggingu gjalda/þóknana sem og þjónustu.

Mundu að áhættan að tapa sínum peningum er ávallt til staðar þegar maður er að trade-a, sama hvar peningarnir eru geymdir.

Fyrirvari: Að stunda viðskipti með erlenda gjaldmiðla, ásamt því að nota hugbúnað til að trade-a, eru áhættusamt og þú ættir aðeins að fjárfesta með peningum sem þú ert tilbúin(n) að tapa. Það er engin trygging á því að ná fjárhagslegum árangri. Þetta er ekki ákall til fjárfestinga af neinu tagi. Hver og einn þarf að kynna sér þá áhættu sem tengist því að stunda viðskipti með hlutabréf, gjaldmiðla og trading-hugbúnað áður en maður ákveður að taka þátt. Þessi kynning er aðeins til upplýsinga. Allar hugsanlegar tekjur sem lýst er í þessari kynningu eru mismunandi eftir þínu vinnuframlagi, þeim tíma sem þú setur í þetta verkefni og þeirri reynslu sem þú býrð yfir.

Hafa samband

Persónuverndarstefna